NÁTTÚRUVERND Á EKKI AÐ FARA FRAM Á SKRIFBORÐI

  Náttúruperla - mynd tekin með dróna.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  “Þarf opinbert leyfi til að taka mynd með dróna þarna?” spurði Björn Steina.

  Ávinningur friðunar á hálendinu er ekki mæld í stærð friðunarinnar heldur vernd og varðveislu á náttúruperlum. Mælikvarðinn á ekki að miðast við víðerni sem mælast í exel tölvuforriti. Heldur þarf að friða smáar einingar sem eru umvafin af náttúruperlum. Val á slíkum stöðum þarf að fara fram með kostgæfni. Ekki á skrifborði umhverfisráðherra nokkrum dögum fyrir kosningar.

  Þessir staðir eru víða um landið og á hálendinu. Náttúruperla þarf hafa gott aðgengi með ákveðinni þjónustu. Ákvarðanir um friðun á einstaka stöðum þarf að taka með ígrunduðum hætti og kostnaðaráætlun til uppbyggingar og rekstur staðarins þarf að liggja fyrir friðun.

  Umræðan um friðun verður að fara fram við almenning og sveitarfélög sem eiga aðkomu að friðunarsvæðunum. Slík umræða þarf að vera í gangi í nokkur ár, ekki hjá nokkrum öfgasinnuðum aðilum sem hafa sjálfir slegið sig til riddara sem náttúruunnendur og umhverfissinnar. Oftast eru slíkir aðilar mjög vinstrisinnaðir og búa margir af þeim í 101 Reykjavík og haldið sig á því svæði.

  Sjálfur hallast ég að friðun víða á hálendinu. Ég hef ferðast um hálendið frá ellefu ára aldri. Undanfarinn þrjátíu ár hef ég leitað uppi fáfarnar náttúruperlur myndað og birt á netinu og fengið miklar þakkir. (Sjá náttúruperlumyndir Steina hér – smellið!)

  Nú undanfarið hef ég birt myndir af stöðum sem ég hef fengið leifi hjá Vatnajökulsgarði til að mynda með dróna, margir hafa skoðað þessar myndir hjá mér á facebook. Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra, (sem ég studdi í þá daga) spurði á einni myndinni: “Þarf opinbert leyfi til að taka mynd með dróna þarna?”

  Ég upplifði að hann hafi verið undrandi!

  Auglýsing