NANÓPLASTIÐ AÐ DREPA OKKUR

  Plastið í fjörunni heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Örplast og Nanóplastagnir finnast nú í líffærum manna þökk sé nýrri tækni.

  Örplast hefur mengað alla jörðina, allt frá Norðurheimskauti, hæstu fjöll, til dýpstu hafanna og Suðurheimskautsins. Maðurinn neytir Nanóplasts í gegnum mat og vatn og anda að sér plastinu, en hugsanleg áhrif á heilsu manna eru ekki enn þekkt.

  Steini pípari.

  Vísindamenn vinna hörðum höndum að því hver áhrif Nanóplast hefur á lífríki og náttúru jarðarinnar. Fyrsta tilgátan er að minnkandi sæðisfrumur í körlum sé af áhrifum Nanóplasts.

  Nú þegar erum við byrjuð að nota plast í pallaefni, ýmiskonar byggingaefni og girðingarstaura og enn bætist á þegar plastendurvinnsla í Hveragerði er farinn að endurvinna plast í girðingarstaura. Hvergi er meiri veðrun en á girðingarstaurum sem er framleiðsla á Nanóplasti til viðbótar í umhverfi okkar og við vitum ekki enn hvaða afleiðingar þetta efni hefur á okkur. Við höfum reynslu af því að ekki taka bændur upp girðingar sem er búið að afleggja í sveitinni. Ekki frekar en að moka ofan í skurðina sem þeir grófu til að þurrka upp mýrar. Okkur er fyrirmunað að skoða til enda hvað við erum að aðhafast, við bara framkvæmum vitleysuna endalaust.

  Eins og dæmin sanna þegar skógræktarunnendur segja að þeir séu að kolefnisjafna með skógrækt. Hvað verður um skóginn þegar hann hættir að vaxa og er hoggin niður í kurl eða eldivið.

  Því miður erum við ekki komnir lengra.

  Auglýsing