NAMMIÐ GUFAÐI UPP Í BRAGÐAREFNUM

    “Skellti mér í Ísbúðina við Háaleiti í gærkvöldi og fékk mér stóran bragðaref. Eins og nauðsyn er á mánudegi í covid faraldri,” segir Mikael Þorsteinsson einkaþjálfari hjá Reebook Fitness og þá byrjuðu vandræðin:

    “Fékk mér stóran með fimm tegundum af sælgæti. Bað um lok á hann svo það myndi ekki sullast í bílinn. Þegar heim er komið kemur í ljós að það er ekki EITT nammi í bragðarefnum (þrátt fyrir að hafa séð konuna setja nammi í hann). Hafði samband við ísbúðina og lét myndband fylgja með af mér hrærandi í ísklessunni. Þau svöruðu um hæl og afsökuðu þetta og ætluðu að bæta ráð sitt. Ég bað nú um að fá bara nýjan bragðaref án endurgjalds með innihaldinu sem ég bað um (þótt ekki hafi upphæðin verið svakaleg eða um 1400kr). Þá bentu þau mér á að koma á skrifstofutíma milli 10 og 16 einhvern virkan dag og biðja um verslunarstjóra og ræða málin. Hversu skítlegt er það svar?”

    Auglýsing