NÁGRANNI VIGDÍSAR VILL STÆKKA

    Dr. Áslaug Geirsdóttir prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands stendur í miklum framkvæmdum við hús sitt við Aragötu 3, í hverfi við Háskóla Íslands sem kallað hefur verið prófessorahverfið. Hús dr. Áslaugar stendur skáhalt á móti húsi no.2 þar sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti hefur búið um um áratugaskeið.

    Kerfisbréfið: “Sótt  er um leyfi til að stækka kjallara og gera svalir ofaná þaki hans á suðausturhorni einbýlishúss á lóð nr.3  við Aragötu.Viðbygging: 28,2 ferm., 79,2 rúmm. Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 8. janúar 2021 og lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2020.”

    Auglýsing