NÆSTUM EKIÐ YFIR BJÖRN LEVÍ Á HVERFISGÖTU

    Minnstu munaði að ekið væri yfir Björn Leví stjörnuþingmann Pírata á gatnamótum Hverfisgötu og Klapparstígs síðdegis á föstudaginn. Björn Leví kom á fljúgandi fer á rafskutlu upp Hverfisgötuna og bílstjóri í kóngabláum Benz í gallabuxum í stíl áttaði sig ekki á hjólaumferðinni þegar hann taldi gatnamótin fær. Var þó á lítilli ferð þegar þingmaðurinn snarhemlar hjólinu og kastast til hálfs upp á húddið. Bílstjórinn bakkaði, þingmaðurinn náði áttum og brunaði á ný á rafskutlunni upp Hverfisgötuna. Þeir veifuðu hvor öðrum í vinsemd.

    Auglýsing