MUDDY WATERS (105)

Blúskóngurinn Muddy Waters (1913-1983) er afmælisbarn dagsins, hefði orðið 105 ára í dag. Maðurinn sem flutti blúsinn úr Suðurríkjunum til Chicago og stakk honum þar í samband við rafmagn. Muddy Waters varð mikill áhrifavaldur yngri tónlistarmanna og þá ekki síst Eric Clapton og félaganna í Rolling Stones.

Auglýsing