Sjónvarpsáhorfendum var mörgum brugðið í gærkvöldi þegar þeir fylgdust með bresku sjónvarpsseríunni um Morse lögreglufulltrúa í Oxford sem Vodafone sýnir í gegnum myndlykil frá danska sjónvarpinu. Morse dó hreinlega í lok þáttarins, eðlilegum dauðdaga eftir skammvinn veikindi. Lewis aðstoðarmanni hans var einnig brugðið ekki síður en áhorfendum því þarna gekk ráðagóður maður sem allar gátur gat leyst.
Þættirnir um Morse lögreglufulltrúa, leikinn af John Thaw, og Lewis aðstoðarmann hans, leikinn af Kevin Whately, voru kjörnir bestu sakamálaþættir allra tíma í bresku sjónvarpi 2018. Þættirnir voru framleiddir áfram með öðrum leikurum en eru ekki svipur hjá sjón. Gamla Morse verður sárt saknað á síðkvöldum.
Auglýsing