Jónatan Hermannsson jarðræktarfræðingur vaknaði í morgun og lét hugann hvarfla aftur um átta ár:
–
Hvert kvöld geng ég í könglóarvefinn í strætóskýlinu við Korpúlfsstaði – ég man aldrei eftir honum og sé hann ekki – veit ekki fyrr en ég er kominn með hann vafinn um höfuðið –
ekki veit ég hvað köngulóin heitir því að enginn hefur kynnt okkur – hún sjálf er þögul sem gröfin – ég reyndi að horfa í augun á henni í kvöld en hún var fúl og sneri í mig rassinum.
–
Fornvinur minn – Frikki heitnn Svaði – lýsti konum með ákveðinn vöxt þannig að þær væru eins og tvær olíutunnur – þessi könguló er eins og tvær grænar baunir klesstar saman – nema hvað hún er dökkmórauð á litinn og frambúkurinn loðinn – líkindin við grænu baunirnar styrkjast þó af því hve hún er fótsmá og fótstutt
hún er sannast sagna – ekki falleg.
–
En hún er þolinmæðin og staðfestan holdi klædd – hvert kvöld étur hún slitrin af vefnum til þess að geta ofið hann á ný – í staðfastri trú á að heimurinn lagi sig á endanum að þesum listilega ofna vefi og tröllshausinn lendi undir bíl eða taki annan vagn annað kvöld – bara ef hún lætur ekki undan.
Auglýsing