Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, velti fyrir sér hlutunum í morgun, nývaknaður:
—
Líkamstjáning (“body language”) verður varla skýrari.
Sophia Loren hefur viðurkennt, að hún var að hugsa nákvæmlega það, sem þið haldið.
Jane Mansfield stal senunni frá Sophiu Loren, þegar sú síðarnefnda var sérstaklega boðin velkomin til Bandaríkjanna í veislu henni til heiðurs í Beverly Hills, árið 1957.
Tveim árum áður, á kvikmyndahátíðinni í Cannes, stal Loren senunni og var langsamlega mest mynduð.
Sophia, vinkona mín, sem er enn á lífi, á níræðisaldri, er og verður alltaf fallegasta og dáðasta leikkona sögunnar, í mínum augum. Þannig hefur það verið hjá mér frá æskualdri, en ég sá oft bíómyndir með henni á sjöunda áratugnum, hjá afa mínum, í Borgarbíói á Akureyri!