MISSTI LÍFTRYGGÐAN HUND EN FÉKK EKKI NEITT

    Björn og Marcel á góðum degi.

    “Ah, fyrirtak,” segir Björn Teitsson kynningarstjóri Krabbameinsfélagsins sem missti hundinn sinn fyrir skömmu, hundurinn var líftryggður en Björn fékk ekki neitt:

    “Ég tryggði Marcel hjá Sjóvá en vegna þess að vátryggingin var ekki eldri en 30 dagar þegar hann var bráðkvaddur fæ ég ekki bættan kostnað vegna sjúkrahúsþjónustu eða krufningar. Frábært að leggja ykkar af mörkum við að gera þetta sumar það allra versta, takk Sjóvá.”

    Auglýsing