MISHEPPNAÐAR PRÓSESSÍUGÖNGUR

    Það er fleira vandræðalegt en prósessíuganga fyrirmenna niður Almannagjá á meintri fullveldishátíð hér um daginn. Skömmu áður höfðu fyrirmenni á Nato-fundi þurft að fyrirverða sig fyrir fullan forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þar sem þau gengu í prósessíu og hann áberandi óstöðugur á fótunum að reyna að kyssa mann og annan. Talsmenn Jean-Claude Junckers voru fljótir að bera fyrir sig bakveiki forsetans en það þótti ekki trúverðug skýring þar sem hann var augljóslega húrrandi hífaður. Nú skýra erlendir fjölmiðlar frá því að innanbúðarmenn í Brussel hermi að ókjörinn embættismaður að nafni Martin Selmayr – uppnefndur ófreskjan – stjórni öllu bak við tjöldin og í breska blaðinu Spectator segir franskur blaðamaður að drykkja Junckers forseta sé orðin stjórnlaus.

    Auglýsing