MINNI SKÓLAKÆFA – SAMA VERÐ

Elva Rut Jónsdóttir kaupir oft skólakæfu í Bónus fyrir börnin og komst að því að umbúðirnar hafa minnkað, nú eru aðeins 180 grömm af kæfu í umbúðunum og áður voru það 200 grömm en verðið helst óbreytt. Margir sem hafa lent í svona löguðu hafa hætt að kaupa vöruna. Gunnar S. Gylfason segir: Þeir gerðu það sama við Bónus pitusósuna, minnka umbúðir, sama verð. Ég hætti að kaupa hana. Og bara endilega gera það sama með kæfuna.”
Auglýsing