MILLJÓNAGALDUR HUGLEIKS

Hugleikur Dagsson er að bjóða upp teikningu á Netinu og það skotgengur:

“Jæja krakkar. Þetta er komið uppí hálfa milljón íslenskra króna á tveimur dögum. Og uppboðið ekki hálfnað. Maður spyr sig hvar mun þessi mynd enda. Á veggnum hjá breskum aristókrata var ég að vona. En síðan væri reyndar ágætt að þurfa ekki að senda hana úr landi. Skráið ykkur inn á Dagsson.com til að bjóða í þetta klassíska verk.”

Auglýsing