Þórir Jónsson Hraundal miðausturlandafræðingur, háskólakennari og þriggja barna faðir hefur sótt um að byggja við hús sitt að Urðarstíg 4 í Þingholtunum í Reykjavík.
Húsið var byggt árið 1922 fyrsti eigandi var Þorsteinn Jónsson. Árið 1981 fékkst leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið. Þá var gerður nýr og stærri inngangur við norðurvesturgafl hússins, steinsteyptur og með timburklæðningu. Árið 1987 var og samþykkt að byggja sólpall og garðskála úr timbri og gleri við húsið. Sólpallur var þá reistur við suðurgafl hússins og garðskáli við bakhlið inngönguskúrsins.
–
“Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu með steyptum kjallara, timburmilliplata, útveggir og þak, við suðurhlið húss á lóð nr. 4 við Urðarstíg. Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 13. apríl 2022…Frestað. Vísað til athugasemda.”