MICHELSEN-FEÐGAR ÓSAMÁLA UM LAUGAVEGINN

    „Við feðgarnir erum ekki allir sammála um bílaumferð á Laugavegi. Ég er glaður að fjölskyldufyrirtækið sé ekki á þessum lista. Ég bað pabba eindregið um að skrifa ekki undir. Ég skil hann samt vel í afstöðu sinni, og aðra í hans stöðu, “segir Magnús Michelsen, sonur Frank Michelsen, sem rekið hefur verslanir Michelsen úrsmiða að Laugavegi 15, Kringlunni 4-12 og vefverslun á michelsen.is. Þær  eru reknar af Franch Michelsen ehf, sem er einkahlutafélag. Fyrirtækið hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldu og var stofnað á Sauðárkróki þann 1. júlí árið 1909 af J. Frank Michelsen.

    „Það er í alvöru mjög auðvelt að afskrifa aðra hér, en fólk er almennt ekki mikið að taka strætó til okkar til að kaupa úr fyrir hundruði þúsunda. Við erum á jaðrinum með dýra vöru; birgjar gera kröfur um prime location í miðbænum, en stór kúnnahópur kýs bílaaðgengi. Skiljanlega, en það þarf líka kannski bara að breytast. Ég er ekki mótfallinn Laugavegi sem göngugötu, heldur þvert á móti. En ég hef unnið í búðinni á rigningadegi í september og get vottað að það hefur í alvöru áhrif á rekstur og sölu. Þó ferðamönnum sé að fjölga koma þeir ekki í staðinn fyrir Íslendinga sem eru fáránlega öflugir viðskiptavinir. Það sem ég er að segja er að auðvitað eiga og mega rekstraraðilar að hafa skoðun á þessu. Það má ekki afskrifa þá sem bjána. Þeir eiga samt ekki að fá að ráða. Heldur ekki þeir sem fara í bæinn bara um helgar eftir miðnætti. Ég er auðvitað að einfalda og ýkja dæmið. En báðir aðilar hafa rétt fyrir sér. Verum umburðarlynd. Það er mikið í húfi fyrir alla.”

    Auglýsing