MEGXIT SKEKUR KONUNGSHÖLLINA

    Morgan og konunglegu skötuhjúin.

    Hann er skemmtilegur penni, Pierce Morgan. Hér skefur hann ekkert af hlutunum; segir Megan Markcle ógeðfellda snobbhænu sem vilji njóta alls lúxusins og frægðarinnar sem konungdæmið hefur og virðingarinnar sem Elísabet II hefur áunnið því án þess að lyfta litla fingri og standa í öllum litlu leiðinlegu formlegu opnunum o.s.frv. sem fylgja konungdæminu eins og að opna heilsugæslu í smábæ í Bretlandi o.s.frv. Hann segir Harry eins og leir í höndum þriðja flokks leikkonu sem ætli sér að verða royal kardashian – hún sé pakk sem hafi sundrað eigin fjölskyldu, kastað burt vinum þegar þeir henti ekki lengur, sett  George Clooney ofar fjölskyldu sinni í brúðkaupinu  o.s.frv.

    Þau eru væntanlega að fara vegna Brexit – vilja vera í Kanada – í hásæti með öryggisgæslu kostað af opinberu fé um leið og þau ætli sér í samkeppni við konungdæmið breska á alþjóðavettvangi. Verða svona rival-royalty.
    Auglýsing