MEÐ ELLA SIG Í SÚPU

    Einn slyngasti hestamaður landsins og sögumaður af Guðs náð, Elli Sig (Erling Ó. Sigurðsson), verður sérstakur gestur á súpufundi eldri hestamanna (60 ára og eldri) í Reiðhöllinni í Víðidal á morgun, fimmtudag klukkan 11:30.

    Veitingar fundrins hafa verið auglýstar: Súpa, brauð og kaffi fyrir þúsundkall. Engin posi verður á staðnum og verður að greiða fyrir veitingarnar í peningum.

    Sigurður Ólafsson ríður út í Laugarnesinu með Þuríði dóttur sinni.

    Elli Sig er sonur Sigurðar Ólafssonar söngvara og goðsagnar í hestaheimum sem bjó búi sínu í Laugarnesi í Reykjavík (rétt ofan við þar sem Hrafn Gunnlaugsson er nú) og hélt þar hesta sem Elli Sig ólst upp með líkt og systir hans, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og listmálari. Heimlisfaðirinn hafði góða söngrödd og söng jöfnum höndum dægurlög á dansleikjum og í óperum í Þjóðleikhúsinu. Þekktasta hross Sigurðar Ólafssonar var merin Gletta sem steinlá svo á skeiði að hún fór auðveldlega framúr bílum á fleygiferð.

    Auglýsing