MEÐ 80 FUGLA Í FÆÐI

    “Eruð þið farin að gefa fuglunum?” spyr Fanný Ingvarsdóttir frönskukennari og heldur áfram:

    “Uppskrift sem gengur vel. Brauðsneiðar gegnvættar í góðri olíu, repjuolíu t.d. og muldar smátt, rúsínum bætt í. Næsta lag tólg, röspuð fínt, en ekki blandað við rúsínurnar og brauðið, fær bara að liggja ofan á og síðast en ekki síst garðfuglakorn sem ég fæ í Garðheimum, ekkert annað korn hefur virkað. Í þetta korn er blandað sólblómaolíu. Ég hef 60 til 80 fugla, mest starra, einn tll tvo svartþresti og nokkra þresti. Þeir taka þetta upp á svona tíu mínútum, betra en að hafa þá lengi yfir einhverju sem þeir ráða ekki við og eyða orku í að kroppa í.”
    Auglýsing