Ýmislegt er að sjá á Hönnunarmars 22 eins og gefur að skilja. Til dæmis endurgerð á heimsfrægu matarstelli Bing & Gröndal, litasetteringin sú sama en í stað mávsins eru komnar myndir úr íslensku fjölskyldulífi.
Stellinu er stillt út í glugga Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg og vekur verðskuldaða athygli vegfarenda.

Auglýsing