MÁVAR YFIRTAKA KÓPAVOG

    “Undanfarna viku hafa mávar tekið yfir 200 Kópavog. Þetta er orðið mjög áberandi, þar sem venjulega eru þrestir í görðum og krummar á húsþökum eru mávar búnir að taka yfir þannig að þetta er farið að minna á Birds eftir Alfred Hitchcock. Ég fylgdist með krumma í dag sem var eltur og ráðist á af mávum um allt hverfið, er þetta “eðlilegt” og vitið þið ástæðuna?” spyr Arna Sigurðardóttir íbúi í Kópavogi furðu lostin.

    Auður Styrkársdóttir tekur undir með Örnu og segir:

    “Þessi settist á þakgluggann á bílnum mínum og lét ófriðlega í vetur. Mér varð einmitt hugsað til myndarinnar Fuglar. Óhuggulegt.”

    Auglýsing