Guðni forseti Jóhannesson kom í opinbera heimsókn hingað til Williams College í vikunni þar sem ég kenni. Forseti var á ferðlagi um austurströnd Bandaríkjanna. Og hann sló rækilega í gegn! Hann var glæsilegur fulltrúi lands og þjóðar,” segir Magnús Bernharðsson prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College, Massachusets:
“Fólkið hér átti ekki til aukatekið orð til að lýsa ánægju sinni með hann og það sem hann lagði til málanna. Um kvöldið áttum við samtal um Ísland í stórum leikhússal þar sem kórinn flutti nokkur íslensk lög honum til heiðurs. 500 manns sóttu þennan viðburð og þurfti að vísa fólki frá. Guðni lék á alls oddi og það mátti heyra saumnál detta þegar hann var að tala.”