Marta Guðjónsdóttir, sú eina sem lifði af hreinsanirnar á framboðslista sjálfstæðismanna vegna væntanlegra borgarstjórnarkosninga, gerir athugasemd við að Reykjavíkurborg ætli að kaupa listaverk af Jóhanni Eyfells sem lengi hefur staðið Við Sæbraut:
“Borgin samþykkir að kaupa listaverk fyrir 27,5 milljónir á sama tíma og tillögu okkar sjálfstæðismann um að draga úr svifryki með auknum þvotti gatna var hafnað. Sú tillaga hljóðaði upp á svipaða upphæð eða um 24,5 milljónir,” segir Marta.