MARKMAÐURINN SEM VARÐ FORSÆTISRÁÐHERRA

    Forsætisráðherrann

    Árið 2002 varði Bárður á Steig Nielsen forsætisráðherra Færeyja markið í handbolta fyrir land sitt í undankeppni Evrópukepninnar. Bárður er frá bænum Vestmanna. Lið hans, VIF Vestmanna, varð sex sinnum færeyskur meistari á árunum 1993-2002 og þrisvar bikarmeistari, 1993, 1997 og 1999. Bárður var einnig í liðinu þegar að VIF Vestmanna vann Dinamo Bukarest í  Evrópukeppni bikarhafa og er það mesta afrek í sögu handboltans í Færeyjum.

    Auglýsing