MARGT SKRÝTIÐ Í KÝRHAUSNUM

  Hér er smá pæling að gefnu tilefni:
  Þegar verið er að skipa í ráðherraembætti þá er engin nefnd og ekket mat á hæfni eins eða neins. Ráðherra er æðsta vald og þar ætti besti einstaklingurinn að vera en engin skiptir sér af því hver er skipaður. Það er bara flokksins að velja einhvern, oftast einn eða fleiri úr hópi kosinna þingmanna flokksins. Þar standa þeir í röðum þingmennirnir og vilja fá ráðherraembætti og oft er þetta bara geðþótta ákvörðun formanns og stjórnar flokksins hver er valinn.
  Spurning hvar og hvaðan þeir/þær koma? Hafa þeir/þær verið lengi á þingi? Er viðkomandi í náðinni? Ekkert talað um hæfni, bara hvað hentar.
  Ætti ekki ráðherra að vera sá allra hæfasti eða er það aukaatriða hversu klár viðkomandi er. Erum við sannfærð um að þar séu bestu einstaklingarnir við völd? Ef þetta væri fyrirtæki þá væru hæfniskröfur óumdeilanlega efstar á blaði. En í heimi stjórnmála eru önnur lögmál.
  Þegar verið er að ráða í stöðu borgarstjóra eða bæjarstjóra þá eru tvö lögmál í gangi: Annars vegar sá sem er í fyrsta sæti þess lista sem er í meirihluta og þá eru engar hæfniskröfur, bara persónutöfrar. En þegar verið er að ráða utanaðkomandi einstakling þá er allt grandskoðað.
  Margt skrítið í kýrhausnum.
  Auglýsing