MANNDÓMSVÍGSLA Í SJÖTUGSAFMÆLI

    Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri og skáld hélt upp á sjötugsafmæli sitt 17. júní með manndómsvígslu sonar sína, Arons Daníel, að hætti ásatrúarmanna en þær athafnir kalla kristnir fermingu.

    “Við erum báðir í Ásatrúrsöfnuðinum og það var gaman að slá þessu saman við sjötugsafmælið mitt því ekki er yfir miklu að gleðjast á þeim aldri. Eiginlega er hvert ár yfir fimmtugt bara bónus,” segir Hrafn en það var allsherjargoði Ásatrúarmanna, Hilmar Örn, sem sá um athöfnina sem tókst hið besta og fór fram í Járnblómahörgnum sem er kirkja eða hof Hrafns í Laugarnesinu þar sem hann býr og hefur gert lengi.

    Auglýsing