MAÐURINN MEÐ LJÁINN SLÆR FRAMSÓKN

    Steini pípari sendir myndskeyti:

    Framsóknarflokkurinn er gamall bændaflokkur á miðju stjórnmálanna. Þegar bændum fækkaði og atkvæðajafnvægi var komið á þurfti hann að skilgreina sig upp á nýtt. Hann sagðist vera nútíma frjálslyndur flokkur. Þessu trúa menn enn fyrir kosningar af því að minni manna er svo lítið og samanburður við aðra flokka ekki svo slæmur.

    Krafa nútímans kemur fram í stjórnarskrárdrögum og skoðanakönnunum. Fólki vill ekki að mikilvægustu mál samfélagsins séu afgreidd í loftlausum bakherbergjum. Menn krefjast opinna stjórnmála þar sem þeir sem valdið eiga þ.e. þjóðin fái að fylgjast með og hafa áhrif. Ef Framsóknarflokkurinn vildi í raun fylgjast með þróun stjórnmála tileinkaði hann sér slík vinnubrögð.

    Nú var verið að skrifa undir samning við sveitarfélögin á hér á Reykjavíkursvæðinu um gífurlegar framkvæmdir. Þær voru fyrst kynntar almenningi eftir undirritun. Ekki einu sinni Alþingi mátti koma þar að. Eru menn veruleikafirrtir? Er þetta nútímavæðing flokksins eða einhver einkavinavæðing. Reynt er að slá ryki í augu almennings með því að segja að seldar verði eignir upp í kostnað. Sumar þeirra eru arðberandi og því verður tekjutap sem mæta verður með sköttum. Þar að auki á að auka álögur á bíleigendur. Ef stjórnmálamenn þora ekki að tala við almenning um málefnin eiga þeir að velja sér annað starf.

    Auglýsing