LÚMSK MENGUN Í REYKJAVÍK

    Vilmundur Sigurðsson kom keyrandi frá Akranesi til Reykjavíkur í gærkvöldi um níuleytið og leist ekki á blikuna:
    “Ég tók eftir því að mistur var komuð í loftið og ég gat ekki séð að þetta væri þoka. Svo kom ég til Reykjavíkur og þá virtist mistrið ennþá þéttara. Við höfum yfir að ráða góðum loftgreiningartækjum. Þannig að ég tók mælingu í Laugardalnum um kl. 23.00 og þá sýndi loftgæða mælirinn 75000 og síðan í morgun sýndi hann 771. Þarna erum við að tala um 100 falda mengun í gærkveldi miðað við venjulega. Gasmengun fór líka upp í gærkveldi. Hvaða mengun er þetta?”
    Von að Vilmundur spyrji.
    Auglýsing