Nú eru Píratar að velta því fyrir sér hvort eigi að lögleiða kannabis og ofskynjunarsveppi -hummmm. Þetta er erfitt mál.
Það er svo sem allt útlit fyrir því að stríðið við fíkniefni sé tapað. Miðað við það sem ég sé íkringum mig get ég alveg tekið undir það. En hvað skal til bragðs taka?
Árið 1985 sótti ég ráðstefnu um áfengi og fíkniefni sem haldin var á meðferðarstöðinni EDGEHILL sem var svona nokkurskonar vinameðferðarstöð VOGS. Þar réð ríkjum John Wallace heimsfrægur læknir og sérfræðingur í fíkn. Meðferðar stöð þessi var í litlum bæ sem heitr New Port og var í Road Island fylki um klukkutíma akstur frá Boston. New Port stendur við sjóinn eins og nafnið gefur til kynna an þar áttu flestir milljónamæringar fyrri hluta síðustu aldar veglegar sumavillur og var meðferðarstöðin byggð út frá einni slíkri. Sjálfur fór ég í meðferð þarna í marz 1983.
Jæja, aftur að þessari ráðstefnu sem ég sótti þarna í marz apríl. Þarna voru allir helstu sérfræðingar í meðferðar og fíknimálum Í Bandaríkjunum. Það sem ég man helst eftir er erindi sem haldið var um skaðsemi áfengis sem er eina löglega fíkniefnið á markaðnum hérlendis. Sá sem hélt þessa ræðu sagði:
“Ímyndið ykkur að hér fyirir framan okkur væri borð með 10 sterkustu vímugjöfum sem við þekkjum í dag þar með talið heróin, methamfetamín og áfengi og ég mætti þurrka út eitt þessara efna. Þá mundi ég velja áfengi. Það er langhættulegast þegar upp er staðið.”
Áfengi er löglegt og áfengi er það hættulegasta. Af hverju ekki þá lögleiða þó ekki væri nema kannabis?
Fyrir skömmu var viðtal til einn af læknunum á Vogi og hann sagði að þeir sem væru í versta ástandi við innlögn væru þeir sem neyta bara áfengis.
“You´r damnd if you do and you´r damnd if you don´t.” Stríðið er tapað en hvað skeður ef…?
Það er gras út um allt, grammið kostaði í fyrra c.a 3.500 og ég efast um að það tæki mig nema klukkutíma að verða mer út um eitt ef ég hefði áhuga á slíku. Sem betur fer hefi ég ekki snert nein efni í yfir 40 ár, hvorki áfengi né annað svo það er ekki á dagskrá en ég hef fylgst með, mundi sega að ég sé ekki fæddur i gær á þessu sviði.
Píratar tala um lögleiðingu og forvarnir sem lausn. Eitt veit ég og það er að það er eitthvað bogið við það að neysla áfengis er bönnuð innan 20 ára en það má hleypa gestum niður í 18 ára inn á vínveitingastaði sem þýðir að krakkar allt niður í 16 ára komast þar inn og fá afgreitt áfengi og geta neytt þess eins og enginn sé morgundagurinn. Ég var byrjaður að komast inn í Glaumbæ þegar ég var 16 og þá var aldurstakmarkið 21.
Ef það er til kaupandi þá er alltaf einhver sem vill selja, það er eðli markaðarins. Held að þjóðin verði að ákveða þetta í næstu kosningum – báðir kostir slæmir.