“Afsakið að ég spyr eins og fávís afleysingaíþróttafréttamaður, en er algengt að ökumenn séu látnir blása eftir fótboltaleiki í sumar? Þetta er c.a. 40 mín eftir leik Breiðabliks og Vals,” spyr Hans Steinar Bjarnason fjölmiðlamaður alveg steinhissa og fær viðbrögð frá áhorfanda sem lenti í löggublæstrinum:
“Meira bullið. Flestir heimamenn koma gangandi og menn að fá sér einn í hálfleik og koma sér svo heim. Ekki eins og selt sé í sæti. Búa til bílalest að óþörfu er bara slök forgangsröðun. En svo er margt einmitt þannig vaxið hjá lögreglunni anyways.”