LÖGFRÆÐINGUR FÉKK AFSLÁTT AF LÚSASJAMPÓI

    “Lúsasjampó er eitt dýrasta spaug sem fjölskyldufólki er boðið upp á,” segir Ómar R. Valdimarsson lögfræðingur:

    “Þurfti að kaupa sex brúsa ef sjampói í dag og fékk bara þrjá í Apóteki Garðabæjar, þar sem ég borgaði 7.313.- krónur. Þrír brúsar til viðbótar kostuðu í Lyfju 9.786.-, sem varð til þess að ég kvartaði og fékk þannig 15% afslátt og loforð þess efnis að verðið “yrði skoðað”. Fjölskyldur með börn i grunnskóla þekkja það að fá “lúsapósta” í hverri einustu viku. Ef lúsin finnst, þá þarf maður svo að verja ótrúlegum upphæðum í að uppræta kvikindin. Þetta skilja lyfsalar greinilega mjög vel og hika ekki við að keyra upp verðið á þessari vöru sem maður kaupir nauðbeygður.”

    Auglýsing