Þessi óvenjulega sjón blasti við vegfarendum á horni Klapparstígs og Laugavegar í ljósaskiptunum í dag. Ljósastaur á hliðinni á gangstétt – og ljósið kveikt.
Rafmagnið sem leitt er upp í ljósastaura er 330 volt en ekki 240 volt eins og í heimahúsum og rafmagnsstuðið úr svona staur gríðarlegt.
Líklegast hefur staurinn verið keyrður niður af bíl á leið upp Klapparstíginn og síðan ekki söguna meir nema hvað fólk var að virða þetta fyrir sér og jafnvel snerta logandi ljósið.
Ekki er vitað hvort búið sá að ganga frá þessum ljósastaur.