LJÓSABASAR EKKI JÓLABASAR

Margt er að sjá á Nýló.

Þriðja árið í röð fagnar Nýlistasafnið styttingu dagsins með því að heiðra ljósið. Ljósabasar Nýló opnar miðvikudaginn 1. desember og í ár taka um 60 listamenn, sem allir eru félagar í Nýló, þátt. Basarinn, sem er fjáröflun fyrir safnið, tekur yfir sýningarrými safnsins í Marshallhúsinu. Annað heimili ljósabasars verður á heimasíðunni www.ljosabasar.nylo.is þar sem hægt verður að skoða og kaupa verk, og kynna sér listamennina sem taka þátt.

Verkin á Ljósabasarnum í ár eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg, en þau tengjast öll ljósi í orðsins víðasta skilningi: Ljós gerir heiminn sýnilegan og leiðir okkur þannig áfram á ýmsa áfangastaði, rótgróna og raunverulega, háfleyga og ljóðræna, uppspunna og afbakaða.

Dagskrá á opnunardag, 1. desember:
12:00: www.ljosabasar.nylo.is opnar
17:00—20:00: Opið hús í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu

Fram til 19. desember er basarinn opinn frá miðvikudegi til sunnudags frá 12:00—18:00.

Auglýsing