LJÓS OG BIRTA HELGU

Helga

Laugardaginn 18. nóvember kl 14:00 mun Helga Magnúsdóttir, myndlistakona, opna sýningu á olíumálverkum í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Sýningin ber heitið Ljósverk, og endurspeglar nafnið hversu ljós og birta eru hugleikin Helgu í verkum hennar.

Helga Magnúsdóttir lauk námi í myndlist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1989. Síðan þá hefur hún haldið fjölda einkasýninga, bæði á Íslandi og erlendis, og einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.

Sýningin mun standa til áramóta og verður opin á verslunartíma.

Auglýsing