Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir, kennari í Ísaksskóla um 40 ára skeið, rifjar upp löngu liðin atburð sem tengist íslenskri stórstjörnu:
“Lítil stúlka, nemandi minn í Ísaksskóla, kom grátandi inn í frímínútum af því að “stóru“ krakkarnir sögðu að hún væri eins og Litla ljót. Ég sótti bókina og las söguna fyrir hana . Hún fór brosandi út aftur að leika. Stúlkan hét Björk Guðmundsdóttir.”