LISTASAFNSSTJÓRI SÝNIR SJÁLFUR

Eitt af verkunum á sýningunni Voðaskot.
Halldór Björn.

Halldór Björn Runólfsson (Posi) fyrrum safnstjóri Listasafns Íslands heldur nú sjálfur sýningu á eigin verkum í Skothúsi, galleríi í kjallaranum á Laufásvegi 34. Heyrir það til tiðinda að stjórnendur listasafna hefji sjálfir sýningahald við starfslok.

Halldór Björn er einn gleggsti listrýnir þjóðarinnar, vel menntaður í fræðunum frá Frakklandi og því forvitnilegt að sjá hvernig hann sjálfur höndlar myndlistina á sýningunni sem hann kallar Voðaskot.

Sýningin er opin um helgar frá 14-17 og stendur fram til 5. desember. Þeir sem vilja koma á öðrum tíma geta haft samband í síma 8345544 / 8972429.

Auglýsing