LISTAGYÐJUR Í DÁLEIÐSLU

Sólveig og Gréta.

„Vorsýningin okkar“, er samsýning Sólveigar Dagmarar Þórisdóttur og Grétu Berg Bergsveinsdóttur í Gallerí Göngum, Háteigskirkju. Gengið inn frá safnaðarheimilinu. Opnun föstudaginn 6. maí kl. 17-19.

Listamennirnir eru listagyðjur og báðar tengdar dáleiðslumeðferðum og náttúru, en samt á ólíkar á áhugaverðan hátt. Þær eiga báðar langan feril að baki sem listakonur.

Sólveig Dagmar tengir listsköpun sína við sköpunarkraft í ró og flæði í náttúrunni og málar oftast á staðnum.Verkin er flestu unnin síðastliðin 4 ár. Hún er jafnframt eigandi Creative Iceland- Travel ehf.

Gréta er fædd á Akureyri og ólst þar upp. Hún bjóð þar síðar í 20 ár og hefur sterka tengingu þangað. Hún málar, teiknar sögur og hlustar á innsæið. Hennar sköpunarþrá er andleg tenging við fólk. Hún fræðir útfrá skynjun.

Sýningin opin til 1. júní.

Auglýsing