LIFUN Í HÁLF ÖLD

Tónlist hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar TRÚBROT verður flutt á sviði Eldborgar þann 9. apríl 2022 í Eldborg í Hörpu. Tilefnið er 50 ára afmæli hljómplötunnar …lifun og verður það meistaraverk íslenskrar tónlistarsögu flutt í heild sinni, ásamt úrvali laga af öðrum hljómplötum hljómsveitarinnar.

“Fimmtudaginn 29 október 1992 flutti Sinfóníuhljómsveit Íslands verkið „Lifun“ eftir Trúbrot á tónleikum í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík, daginn eftir flutti hljómsveitin verið í Háskólabíó. Nokkrir af helstu poppstjórnum landsins léku með og sungu, flutningurinn var hluti af M hátíð á Suðurnesjum. Ég tók þetta allt upp á eina myndavél og sjá má brot af því í þessu myndbroti,” segir Viðar Oddgeirsson.

Auglýsing