LÍFSHÆTTA – VARÐ NÆSTUM UNDIR GRJÓTI Á STÆRÐ VIÐ BÍL

Ingunn Rós og vegurinn hættulegi.

“Litla systir mín býr í Súðavík og vinnur á Ísafirði. Í dag fór hún út af í Súðavíkurhlíðinni, það er í lagi með hana en munaði litlu að það hefði farið verr. Hún hefur oft verið hársbreidd frá því að verða undir snjóflóði. Ég hef sjálf næstum orðið undir grjóti á stærð við bíl,” segir Ingunn Rós Kristjánsdóttir frambjóðandi Viðreisnar í Norðvestur kjördæmi.

“Það er svo óhugnalegt að eiga ástvin sem keyrir þennan stórhættulega veg daglega. Fyrir utan alla röskunina sem þetta veldur fólki á Ísafirði og nærliggjandi svæðum handan hlíðarinnar. Þetta ef lífshættulegt og hefur verið vitað lengi. Hættan er mjög raunveruleg og er daglegt brauð fólksins sem býr þarna í kring. Það er kannski ekki jafn arðbært og aðrar framkvæmdir sem græða meira á túrisma, en þetta er spurning um líf eða dauða. Við getum ekki beðið lengur. Og já, ég er mjög reið útí stjórnvöld og hversu oft þessu hefur verið frestað. Endilega skrifið undir hér ef þið viljið sýna stuðning http://alftafjardargong.is

Auglýsing