LÍFSHÆTTA Á SNORRABRAUT

    “Í næstum hvert skipti sem ég geng yfir á Snorrabraut, u.þ.b. daglega, stundum oft á dag, sé ég vítaverðan hraðaakstur og fólk aka yfir þegar gönguljósið er grænt. Fólk hefur dáið oftar en einu sinni þarna síðan ég fór að fara þarna um og því miður mun það sennilega gerast aftur,” segir Þórdís Gísladóttir rithöfundur.

    Það munu bæði vera almennir bílstjórar og strætis – og rútubílstjórar sem sést hafa aka yfir á rauðu þarna og sýna þar með vítavert kæruleysi sem reynst getur lífshættulegt. Svona ökumenn á að ávita með brottrekstri.

    Auglýsing