Hafnarfjarðarkaupstaður auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að koma með starfsemi í St. Jósefsspítala sem mun fá nýtt hlutverk sem Lífsgæðasetur. Þar verður fjölbreytt og lifandi starfsemi á sviði heilsuverndar og sköpunar í samræmi við heilsustefnu Hafnarfjarðar. Lífsgæðasetur verður opið samfélag sem býður meðal annars upp á forvarnir, heilsuvernd, snemmtæka íhlutun, fræðslu og sköpun.
Í umsókn skal gera grein fyrir eftirfarandi:
- Kynning á umsækjanda/umsækjendum
- Greinargóð lýsing á hugmynd/starfsemi
- Hvernig fellur hugmyndin að markmiðum Lífsgæðaseturs?
- Hvaða þarfir eru um húsnæði (stærð, staðsetning, aðstaða, nýting rýma)?
- Rekstraráætlun verkefnisins
Fjölbreytt rými eru til leigu í húsinu sem geta hentað margvíslegri starfsemi. Stefnt er að því að starfsemi hefjist á haustmánuðum.
Nánari upplýsingar um starfsemi, hugmyndafræði, verkefnið og teikningar má finna á vef Hafnarfjarðarbæjar hafnarfjordur.is/stjo
Umsóknafrestur er til 30. apríl 2018 og skal senda umsóknir á netfangið: stjo@hafnarfjordur.is