“Starfsmaðurinn brást hárrétt við og á hrós skilið,” segir dægurlagasöngvarinn André Bachmann um björgunarafrek sem unnið var í Breiðholtslauginni í gær:
“Þarna fékk sundlaugargestur hjartastopp í lauginni og laugarvörðurinn kastaði sér í fötunum út í, skellti manninum upp á bakkann og hnoðaði þar til sjúkrabíll og sjúkraliðar birtust.”
Annar sjónarvottur orðar það svo í pósti:
“Ekki máttu mikla muna að maður drukknaði í Breiðholtslaug á sunnudaginn en snarræði serbnesks sundlaugavarðar bjargaði málunum. Tildrögin voru þau að maðurinn var búinn að vera lengi í heita pottinum og fór út í sundlaug og byrjar að synda en talið er að hann hafi fengið sykurfall og byrjað að sökkva. Uppi í turninum var Milos, serbneskur sundlaugarvörður, mjög eftirtaktasamur vörður, og tekur eftir að maðurinn er að sökkva. Hann hleypur þá niður stigann í átt að sundlauginni, stingur sér í sundlaugina á eftir manninum kemur honum að landi en hann var með fullri meðvitund en náði sér. Miklar öryggiskröfur eru gerðar til starfsfólks sundstaða og á hverju ári er tekið sundpróf og allir sem vinna við sundlaugina verða að gangast undir þetta próf.”