LÍFIÐ ER STUNDUM FALLEGT

“Árið 1993 í tungumálaskóla í Frakklandi, kynntist ég stúlku frá Mexíkó. Við urðum góðar vinkonur. Ég ferðaðist um Mexíkó og hún um Ísland. Á morgun, 29 árum síðar, kemur sonur hennar til að vera hjá okkur í Sviss. Lífið er stundum svo fallegt. Pabbi hennar kom víst frá mjög litlum bæ í Mexíkó. Einungis 2 milljónir íbúa,” segir Rannvegi Borg Sigurðardóttir.

Rannveig útskrifaðist frá Sorbonne í París sem lögfræðingur og hefur starfað sem lögfræðingur og lögmaður í Frakklandi, Lúxemborg, Bretlandi og Íslandi auk Sviss þar sem hún er búsett. Undanfarin misseri hefur hún meðfram vinnu lagt stund á meistaranám í alþjóðlegum fíknifræðum (IPAS) við King´s College í London. Árið 2021 kom út fyrsta skáldsaga Rannveigar; Fíkn.

Auglýsing