LÉT PRENTA BÓKINA Á ÍSLANDI – NÁNAST EINSDÆMI

  “Þetta var mér metnaðarmál að láta prenta bókina á Íslandi en ekki í Slóveníu, Lettlandi, Búlgaríu eða hvar sem íslenska bókaþjóðin lætur nú prenta allar bækur,” segir Helgi Magnússon athafnamaður sem var að gefa út endurminningar sínar í bland við samfélagsskoðun undir nafninu Lítið í lit sem vísar til uppruna hans úr íslenskum málningariðnaði.

  “Bókaþjóðin er að missa alla bókaprentum úr landi og mér fannst ég þurfa að spyrna við fótum sem fyrrum formaður Samtaka iðnaðarsins í landinu,” segir Helgi.

  Bókin er ríkulega myndskreytt með myndatextum og minnir þannig stundum á tímarit í uppsetningu.

  “Það er vegna þess að Íslendingar eru hættir að lesa og vilja frekar skoða. Það þýðir ekkert að bjóða bókaþjóðinni samfelldan texta. Það les enginn.”

  Lífið í lit er prentuð hjá Prentmet og kannski eina íslenska bókin sem prentuð hefur verið hér á landi um hríð. Rúmlega 500 síður, skráð af Birni Jóni Bragasyni með frábærri kápumynd eftir Brian Pilkington. Íslensk framleiðsla frá a-ö.

  Auglýsing