LEÓ FÉLL FYRIR ÖKUNÍÐINGI

Leó og Katrín: "Ég biðla til fólks að keyra varlega og líta í kringum sig."

“Í gær var keyrt á elsku kisuna mína hann Leó. Hann var skilinn eftir til að deyja alblóðugur og sá sem keyrði á hann keyrði bara í burtu,” segir Katrín White íbúi í Breiðholti.

“Ég biðla til fólks að keyra varlega og líta í kringum sig. Ef það voru einhver vitni að þessu þætti mér vænt um að þið hefðuð samband við mig, þetta gerðist í Jaðarselinu á milli Kaldasels og Kambasels.”

Auglýsing