LEITIN AÐ BJARGVÆTTINUM

    Thor bjargað af þaki jeppans í Markarfljóti. Á innfelldu myndinni er Thor í dag. En hvar er bjargvætturinn?

    “Um Verslunarmannahelgina 1988 bjargaði maðurinn á myndinni ungum manni af þaki Range Rover jeppa í Markarfljóti. Í 33 ár hefur þetta mál verið óklárað – en ef maðurinn er á lífi vil ég hitta hann að máli. Og já, ég er ungi maðurinn á þaki bílsins,” segir Thor Ólafsson hjá Strategic Leadership sem þiggur allar mögulegar upplýsingar um málið sem gætu leitt hann til bjargvættisins.

    Auglýsing