LEIKIÐ VIÐ DAUÐANN Í REYNISFJÖRU

    Hafþór

    “Tók þessa mynd á sunnudaginn í Reynisfjöru, það var spólandi vitlaust veður í fjörunni, rok og rosalegar öldur sem komu inn,” segir Hafþór Óðinsson og leist ekki á blikuna:

    “En samt sem áður varð ég vitni að 6 eða fleiri túristum sem stóðust ekki mátið að láta einsog fávitar í fjörunni. Þessir 3 vitringar á myndinni voru lítið annað en heppnir að sleppa því þeir gengu lengra ofan í fjöruna og þegar þeir byrjuðu að hlaupa tilbaka þá var aldan strax komin og náði þeim upp að mjöðmum. Held þeir skilji það bara ekki hvað þeir voru heppnir.”

    Auglýsing