LAUNALÆKKUN OPINBERRA STARFSMANNA

“Vonandi er einhver byrjaður að huga að því hvernig megi verja störf hjá hinu opinbera. Það væri best gert með flötum launalækkunum. Ef það verður ekki gert, þá kemur til massívra uppsagna, enda skattstofnar að gefa verulega eftir hjá sveitarfélögum og ríki. 15% kannski fínt?” segir Magnús Halldórsson blaðamaður búsettur í Seattle en hefur starfað á Kjarnanum og bætir við:

“Hægt að vera með 400 þúsund króna lágmark fyrst, þar sem ekki er gerð nein launalækkunarkrafa á laun undir því. Það verður alveg eins hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum, að það þarf að huga að heildinni, og dreifa höggunum, til að hafa atvinnuþátttöku sem besta. Mögulega, en eðlilegt að velta þessu upp, af því þađ var valið að gera þetta á almenna markaðnum. Best að verja störf sem víðast. Ég vil verja störf, og lækkun allra í stað uppsagna færri er leiðin sem er betri – almenni markaðurinn fór beint í þetta, en ef það er hægt ađ komast hjá lækkunum þá er það best.”

Auglýsing