Langamma Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands var niðursetningur og æska hennar um skeið ömurleg. Hún hét Hólmfríður Hjaltason.
“Síðan var hún bláfátæk vinnukona, föst í einu lægsta þrepi stéttskipts samfélags. Svo fór þó að í lífi Hólmfríðar birti til. Það átti hún skilið,” sagði forsetinn þegar hann heimsótti félagsmiðstöðina Vesturreiti í Vesturbæ Reykjavíkur:
“Þar las ég áður fyrr fyrir gesti og gangandi úr bókum, spjallaði um þær og fékk rithöfunda í heimsókn. Í dag fékk ég að hitta fólkið þarna á ný, las upp úr og fjallaði um nýútgefið rit sem ég tengist. Ég þakka kærlega fyrir hlýhug og góðar móttökur, og lýsi hér aðeins ritinu sem um ræðir en hvet alla áhugasama til að kynna sér það nánar: Árið 1949 komu út endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, skráðar af Elínborgu Lárusdóttur, og í ár gaf forlagið Angústúra þær aftur út. Hólmfríður er langamma mín, var niðursetningur og æska hennar um skeið ömurleg. Síðan var hún bláfátæk vinnukona, föst í einu lægsta þrepi stéttskipts samfélags. Svo fór þó að í lífi Hólmfríðar birti til. Það átti hún skilið.”