TAPAÐI MILLJÖRÐUM – SKIPAÐUR Í LANDSRÉTT

  Úr bankaboxinu:

  Eign­ar­halds­fé­lagið Rák­ung­ur hef­ur verið úr­sk­urðað gjaldþrota en fé­lagið skuld­ar þrota­búi Glitn­is millj­arða vegna láns sem var veitt til kaupa á hlut í bank­an­um snemma árs 2008. 

  Jóhannes Sigurðsson hæstaréttarlögmaður og nýr dómari við Landsrétt var einn af eigendum Rákungs. Hann var á listanum yfir 15 hæfustu í exelskjalinu fyrir Landrétt. Glitnir tapaði 5 milljörðum á honum. Svo virðist sem hæfisnefndin vegna Landsrétts hafi ekkert af þessu vitað nema kannski að þetta hafi ekki skipt máli. 

  Rák­ung­ur fékk 5,2 millj­arða króna lán til kaupa á hluta­bréf­um í bank­an­um og var fé­lagið tólfti stærsti hlut­haf­inn í Glitni þegar bank­inn féll árið 2008. Áhættu­nefnd Glitn­is samþykkti  lán­veit­ingu að því til­skildu að eigið fé yrði á bil­inu 300 til 500 millj­ón­ir króna. 

  Í frétt DV frá ár­inu 2010 kom fram að Rák­ung­ur hefði verið í eigu þriggja lyk­il­starfs­manna Milest­one; Guðmund­ar Ólason­ar, Jóhannesar Sigurðssonar og Arn­ars Guðmunds­son­ar.

  Árs­reikn­ing­ur Rák­ungs fyr­ir árið 2016 sýn­ir að fé­lagið sé í 100% eigu Glitn­is HoldCo ehf. Heild­ar­skuld­ir fé­lags­ins voru 15,7 millj­arðar króna en eign­ir aðeins rúm millj­ón. 

   

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinBO EKKI FALLINN
  Næsta greinSAGT ER…