Úr bankaboxinu:
—
Eignarhaldsfélagið Rákungur hefur verið úrskurðað gjaldþrota en félagið skuldar þrotabúi Glitnis milljarða vegna láns sem var veitt til kaupa á hlut í bankanum snemma árs 2008.
Jóhannes Sigurðsson hæstaréttarlögmaður og nýr dómari við Landsrétt var einn af eigendum Rákungs. Hann var á listanum yfir 15 hæfustu í exelskjalinu fyrir Landrétt. Glitnir tapaði 5 milljörðum á honum. Svo virðist sem hæfisnefndin vegna Landsrétts hafi ekkert af þessu vitað nema kannski að þetta hafi ekki skipt máli.
Rákungur fékk 5,2 milljarða króna lán til kaupa á hlutabréfum í bankanum og var félagið tólfti stærsti hluthafinn í Glitni þegar bankinn féll árið 2008. Áhættunefnd Glitnis samþykkti lánveitingu að því tilskildu að eigið fé yrði á bilinu 300 til 500 milljónir króna.
Í frétt DV frá árinu 2010 kom fram að Rákungur hefði verið í eigu þriggja lykilstarfsmanna Milestone; Guðmundar Ólasonar, Jóhannesar Sigurðssonar og Arnars Guðmundssonar.
Ársreikningur Rákungs fyrir árið 2016 sýnir að félagið sé í 100% eigu Glitnis HoldCo ehf. Heildarskuldir félagsins voru 15,7 milljarðar króna en eignir aðeins rúm milljón.