Húseignin á Langagerði 7 tekur breytingum þegar að bílskúr verður breytt í íbúðarhúsnæði. Húseignin var á sölu í sumar og seldist eftir 43 daga. Bjarni Kristinnsson framkvæmdastjóri átti húsið áður. Eigandi hússins nú á móti eiginmanni sínum er veitingakonan Rita Didriksen sem rekur Lamb Street Food á Grandagarði 7.
Breytingin á húsnæðinu var samþykkt á föstudag hjá skipulagsfullktrúa:
“Langagerði 7, (fsp) – breyting á notkun bílskúrs. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. september 21021 var lögð fram fyrirspurn Pedi ehf. dags. 26. ágúst 2021 um að breyta notkun bílskúrs í íbúð sem verður hluti af húseign. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2021. Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. október 2021, samþykkt.”
Eigandi Pedi ehf. er Ásmundur Jósef Pálmason frá Sauðarkróki og eiginkona hans, fyrrnefnd Rita Didriksen sem stendur vaktina á Lamb Street Food.